
OCD FÉLAGIÐ
HVAÐ ER OCD (ÁRÁTTU-OG ÞRÁHYGGJURÖSKUN)?
Áráttu- og þráhyggjuröskun er geðröskun. Röskunin er í daglegu máli oft kölluð OCD sem er skammstöfun enska heitis hennar, obsessive-compulsive disorder.
OCD má skipta í tvo hluta:
ÞRÁHYGGJUR
Þráhyggjur eru síendurteknar óvelkomnar hugsanir sem festast eins og lím í heilanum. Þær taka mikið heilapláss, og verða mjög truflandi í daglegu lífi. Þessar hugsanir valda miklum kvíða, ótta, viðbjóð eða hrylling. Þessar hugsanir eru oft algjörlega á skjön við persónuleg gildi einstaklinglingsins.
Algengar þráhyggjur í OCD
Óhreinkunar þráhyggjur
- Ofsahræðsla við að komast í snertingu við óhreinindi og mengunarvalda á borð við:
- Líkamsvessa
- Bakteríur, vírusa og aðra smitvalda
- Eitur- og spilliefni
Ofbeldis
þráhyggjur
- Ofsahræðsla við að skaða sjálfan sig
- Ofsahræðsla við að skaða aðra
- Ofbeldisfullar, eða hræðilegar ímyndir
Ábyrgðar
þráhyggjur
- Ofsahræðsla við að vera ábyrgur fyrir því að eitthvað hræðileg gerist (t.d. eldsvoði, innbrot eða slys)
- Ofsahræðsla við valda öðrum skaða vegna óvarkárni
Fullkomnunar þráhyggjur
- Þráhyggjur varðandi að hlutir þurfi að vera jafnir, eða beinir
- Þráhyggjur varðandi að vita eða muna
- Ofsahræðsla við að gleyma eða týna mikilvægum upplýsingum
- Þráhyggjur vaðandi að gera hlutina "rétt" eða "fullkomlega"
- Ofsahræðsla við að gera mistök
Kynferðislegar þráhyggjur
- Óvelkomnar hugsanir eða ýmindir sem tengjast kynlífi
- Ofsahræðsla við að kynferðislega misnota viðkvæma hópa t.d. börn
- Ofsahræðsla við að kynferðislega laðast að óviðeigandi einstaklingum, t.d. ættingjum
Trúar/Siðferðislegar þráhyggjur
- Ofsahræðsla við að móðga æðri máttarvöld, guðlast eða að enda í helvíti
- Þráhyggjur varðandi siðferði og hvað er rétt/rangt
Sjálfsmyndar þráhyggjur
- Þráhyggjur varðandi kynhneigð
- Þráhyggjur varðandi kynvitund
Aðrar þráhyggjur
- Sambandstengdar þráhyggjur
- Þráhyggjur varðandi líf og tilveru t.d. óhóflegar áhyggjur af dauðanum, heimspeki, eða tilgangi lífsins
- Þráhyggjur varðandi endurminningar, eða atburði úr fortíð
- Ofsahræðsla við að mengast tilfinningalega
ÁRÁTTUR
Áráttur eru viðbrögð einstaklingsins við þráhyggjuhugsununum. Áráttur geta verið í formi hegðana eða hugsana, sem einstaklingurinn framkvæmir til að reyna að losna við allar þær erfiðu tilfinningar sem þráhyggjurnar valda. Þótt áráttur geti hjálpað til við að minnka óþæginlegar tilfinningar í augnablikinu, gera þær illt verra til lengri tíma. Alltaf þarf fleiri og ýtarlegri áráttur til að losa sig við tilfinningarnar, og einstaklingurinn festist í vítahring áráttu og þráhyggju. Áráttur geta farið að taka yfir stóran part dags hjá einstaklingnum, og haft mjög mikil og hamlandi áhrif á líf hans.
Algengar áráttur í OCD
Þvottur og þrif
- Óhóflegur handþvottur
- Óhóflegar sturtuferðir eða böð
- Óhoflegur þvottur á heimili eða hlutum
- Forðunarhegðun gagnvart óhreinindum
Athuganir
- Endurtekið athuga hvort þú hafir skaða sjálfan þig eða aðra
- Endurtekið sækjast eftir hughreystingu frá öðrum
- Endurtekið athuga hvort þú hafir örugglega slökkt á eldavél eða lokað hurð
- Endurtekið athuga líkamlegt ástand, eða ástand ákveðinna líkamshluta
Telja eða endurtaka
- Endurtaka rútínur t.d. að fara inn og út um hurð, eða standa upp úr stól
- Líkasmhreyfingar eins og að banka, snerta eða blikka
- Gera hluti ákveðið oft (t.d. endurtaka eitthvað þrisvar sinnum vegna þess að þrír er "örugg" tala)
Hugsana áráttur
- Hugsa "góðar" eða "öruggar" hugsanir sem mótvægi við OCD hugsanir
- Fara yfir og endurskoða minningar af atburðum
- Bænir eða möntrur
Aðrar algengar áráttur
- Raða og endurraða hutum
- Segja upphátt, spyrja eða játa til að fá hughreystingu
- Forðast aðstæður eða hluti sem gætu kveikt á OCD hugsunum
HEIMILDIR:
American Psychiatric Association (2022). Diagnostic and statistical manual of mental disorders. 5th ed., text rev. Washington, DC: American Psychiatric Association.
International OCD Foundation. (e.d). About OCD. https://iocdf.org/about-ocd/
National Institute of Mental Health. (e.d.) Obsessive-Compulsive Disorder. NIMH Information Resource Center. https://www.nimh.nih.gov/health/statistics/obsessive-compulsive-disorder-ocd
S. Wilhelm & G. S. Steketee (2006). Cognitive Therapy for Obsessive-Compulsive Disorder A Guide for Professionals. Oakland, CA: New Harbinger Publications.