Hæ og velkomin á nýja vefsíðu OCD félagsins. Félagið var formlega stofnað fyrir viku síðan, og við erum strac komin á fullt. Í tilefni af stofnun okkar, og því að þessi vika er alþjóðleg vitundarvika OCD, ætlum við að efna til okkar fyrsta viðburðar á laugardaginn 18. október. Við hvetjum öll til að mæta á viðburðinn, fagna með okkur stofnuninni og sýna okkur stuðning í þessu verkefni okkar.
